Kæru vinir, félagsstarfið hefst að venju með helgistund kl. 13:10. Síðan verður framhaldssagan „Dalalíf“ lesin. Gestur dagsins er Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins. Guðfinna hefur haldið fjölda fyrirlestra um ættfræði. Hún kallar fyrirlestur sinn „Ættfræðinnar ýmsu hliðar“. Hann fjallar um munnlega og skriflega geymd, sögur og sagnir, erfðir af ýmsu tagi, gáfur og gjörvileik, muni og myndir, en ekki síst um gildi ættfræðinnar og ættartengslanna og þá ábyrgð sem á öllum hvílir að varðveita og koma ættarfróðleiknum til komandi kynslóða. Það skili sér í styrk, þroska og víðsýni. Kaffi og meðlæti að hætti Lovísu kirkjuvarðar undir lok samverunnar á kr. 500,-. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Nánari upplýsingar á netfanginu felagsstarf@grafarholt.is. Hlökkum til að sjá ykkur.