Kæru vinir, félagsstarfið hefst að venju með helgistund kl. 13:10. Að þessu sinni verður organisti kirkjunnar Hrönn Helgadóttir með okkur og stjórnar m.a. samsöngnum sem alltaf er fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Framhaldssagan „Dalalíf“ verður á sínum stað. Gestur dagsins er Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Ari Trausti hefur lagst í ferðalög til margra landa og þá oft til óhefðbundinna staða. Hann mun segja frá ferð til Suðurskautslandsins, sýna myndir þaðan og svara spurningum um heimskautasvæðin, loftslagsbreytingar og eldgos ef áhugi er fyrir hendi. Kaffi og meðlæti að hætti Lovísu kirkjuvarðar undir lok samverunnar á kr. 500,-. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Nánari upplýsingar á netfanginu: felagsstarf@grafarholt.is. Hlökkum til að sjá ykkur.