Kæru vinir, félagsstarfið hefst að venju kl. 13:10 með helgistund. Lestur framhaldssögunnar „Dalalíf“ verður á sínum stað. Gestur að þessu sinni er Frits Már Jörgensen, guðfræðingur og rithöfundur. Erindi hans fjallar um prédikunina og nútímann. Kaffi og meðlæti að hætti Lovísu kirkjuvarðar undir lok samverunnar á kr. 500,-. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Hlökkum til að sjá ykkur.
Prédikunarstóll