Kæru vinir. Félagsstarfið hefst að venju með helgistund kl. 13:10 og framhaldssagan „Dalalíf“ verður á sínum stað. Gestir að þessu sinni verða fjórir þ.e.a.s. Ólafur Jónsson, saxafónleikari og tónlistarkennari kemur með þrjá nemendur sína og ætla þeir að spila fyrir okkur nokkur lög. Við munum því taka þátt í skemmtilegu tónlistarferðalagi með ungu og upprennandi tónlistarfólki. Kaffi og meðlæti að hætti Lovísu kirkjuvarðar undir lok samverunnar á kr. 500,-. Umsjón er í höndum Sigurbjargar Þorgrímsdóttur. Hlökkum til að sjá ykkur.