Kæru vinir. Félagsstarfið hefst að venju með helgistund kl. 13:10. Samsöngur við undirleik Hrannar Helgadóttur, organista og framhaldssagan Dalalíf lesin. Gestur dagsins er Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörur og forseti FÍ. Erindi hans fjallar um framtíð Þingvalla. Kaffi og meðlæti að hætti Lovísu kirkjuvarðar á kr. 500,-. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Nánari upplýsingar á netfanginu: felagsstarf@grafarholt.is. Hlökkum til að sjá ykkur.
SnjóEngill