Kæru vinir. Félagsstarfið hefst að venju með helgistund kl. 13:10. Nú styttist í jólin og ber stundin keim af því sem í vændum er. Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona syngur nokkur jólalög við undirleik Hrannar Helgadóttur organista, framhaldssagan „Dalalíf“ verður lesin og síðan kemur til okkar góður gestur hann Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni sem les upp úr bók sinni „Gosbrunnurinn“. Bókin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda t.d. í Kilju Egils og víðar. Kaffi, kakó og meðlæti undur lok samverunnar að hætti Lovísu kirkjuvarðar á kr. 500,-. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Nánari upplýsingar á netfanginu felagsstarf@grafarholt.is. Hlökkum til að sjá ykkur.
index