Kæru vinir, félagsstarfið hefst að venju með helgistund kl. 13:10. Framhaldssagan „Dalalíf“ lesin og síðan verður flutt fróðlegt og skemmtilegt erindi um Galdraloft og fleiri þjóðsagnapersónur sem gestur dagsins hann Benedikt Jóhannesson, forstjóri og útgefandi mun flytja. Kaffi og meðlæti að hætti Lovísu kirkjuvarðar á kr. 500,- undir lok samverunnar. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Nánari upplýsingar á netfanginu felagsstarf@grafarholt.is. Hlökkum til að sjá ykkur.
aðventukrans