Kæru vinir, félagsstarfið hefst að venju með helgistund kl. 13:10. Framhaldssagan „Dalalíf“ lesin og Hrönn Helgadóttir, organisti kirkjunnar stjórnar samsöng. Gesturinn að þessu sinni er sr. Karl V. Matthíasson. Erindið sem hann flytur ber yfirskriftina „gleði og sorg í prestgarði“. Kaffi og meðlæti að hætti Lovísu kirkjuvarðar undir lok samverunnar á kr. 500,-. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Upplýsingar á netfanginu: felagsstarf@grafarholt.is.
Nóvember_mynd