Kæru vinir, félagsstarfið hefst að venju á helgistund kl. 13:10. Framhaldssagan „Dalalíf“ verður á sínum stað og að lestrinum loknum mun Hrönn Helgadóttir, organisti leiða samsöng. Gestur að þessu sinni er Lilja Ólafsdóttir, fyrrv. forstj. Strætisvagna Reykjavíkur. Erindi hennar fjallar um „Breytingatíma“ þ.e.a.s. ýmsar breytingar sem orðið hafa í íslensku þjóðfélagi á síðustu öld. Kaffi og meðlæti á kr. 500,- undir lok samverunnar. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Nánari upplýsingar á netfanginu: felagsstarf@grafarholt.is
Október