Vorferð félagsstarfsins er á morgun, miðvikudaginn 21. maí. Mæting í Guðríðarkirkju kl. 8:30 eða Þórðarsveig 1-5 kl. 8:45. Lagt verður af stað frá Grafarholtinu kl. 9:00. Að þessu sinni er ferðin tileinkuð Íslandsklukkunni eftir Halldór Kiljan Laxnes sem lesin var í vetur. Ferðatilhögun: Heimsókn á Nesjavelli, keyrt í gegnum Þingvöll á söguslóðir Íslandsklukkunnar, kirkjan skoðuð í Haukadal og gengið um skóginn (ef tími vinnst til), hádegisverður snæddur á Geysi, heimsókn í Skálholt þar sem sr. Kristján Valur Ingólfsson tekur á móti hópnum og að síðustu heimsækjum við Selfosskirkju í kaffi og meðlæti að hætti Lovísu kirkjuvarðar. Ferðin kostar 2.500,- og er laust pláss í rútuna. Nóg að hafa samband við kirkjuvörðinn í dag í síma 577-7770 ef einhver hefur áhuga. Upplýsingar veitir Sigurbjörg, umsjónarmaður félagsstarfsins í síma 861-0361 eða á netfanginu felagsstarf@grafarholt.is. Hlökkum til að sjá ykkur í fyrramálið, sr. Sigríður, Sigurbjörg og Lovísa.
gomul_klukka