Félagsstarf fullorðinna 18+ er í Guðríðarkirkju á morgun, miðvikudaginn 7. maí og byrjar að venju á helgistund kl. 13:10. Sr. Sigríður les lokalestur úr Íslandsklukkunni og síðan mun Hrönn Helgadóttir, organisti stýra fjöldasöng. Gestur að þessu sinni er Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Hann mun m.a. tengja Íslandsklukku Halldórs Kiljans Laxness við frásögn sína um Þingvöll ofl.. Lovísa kirkjuvörður verður með sitt góða kaffi og meðlæti á kr. 500,- undir lok samverunnar. Skráning er hafin í vorferðina góðu sem farin verður 21. maí n.k.. Hlökkum til að sjá ykkur. Sr. Sigríður, Sigurbjörg og Lovísa.