Prjónavörurnar fyrir sýrlensku börnin fara í póst eftir helgina. Þetta er síðasta sendingin á þessari önn. Húfur, sokkar, treflar og bútar. Ef þið eigið eftir að koma prjónavörum til okkar áður en þær verða settar í póst þá er kirkjan opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 10:00 til 16:00. Þökkum prjónafólkinu fyrir fallega og kærleiksríka vinnu.