Síðasta Kyrrðarstund vetrarins verður föstudaginn 21. mars klukkan 21-24. Tveir ótrúlegir gítarleikarar, Fridrik Karlsson og Beggi Morthens taka höndum saman og færa okkur tóna – og þetta hafa þeir ekki áður gert saman. Kannski lauma þeir öðrum hljóðfærum inn í dagskrána, heyrst hefur að tíbetskar skálar og sítar gætu ratað inn í kirkjuna þetta kvöld. Takið eftir að við byrjum ekki fyrr en klukkan níu til þess að það sé örugglega orðið dimmt í garðinum.
Takið endilega með ykkur teppi og kodda eða annað sem lætur ykkur líða vel í þessu fallega rými.