Félagsstarf fullorðinna 18+ er á morgun, miðvikudaginn 19. mars og byrjar að venju á helgistund kl. 13:10. Sr. Sigríður heldur síðan lestri Íslandsklukkunnar áfram og góður gestur Níels Árni Lund kemur í heimsókn með söng og gamanmál. Lovísa kirkjuvörður verður með sitt góða kaffi og meðlæti á kr. 500,-. Umsjónarmaður er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir. Upplýsingar á netfanginu felagsstarf@grafarholt.is. Hlökkum til að sjá ykkur. Sr. Sigríður, Sigurbjörg og Lovísa.

Vorblóm