Fermingarstörf 2014-2015 munu hefjast formlega 1. júní 2014, þegar öllum börnum fæddum 2001 í Grafarholti og Úlfarsárdal verður boðið til messu kl. 11. Þann sama dag verður tekið á móti skráningum í fermingarfræðslu og teknir frá fermingardagar fyrir næsta ár. Ef fólk vill vera snemma í að panta sal og festa fermingardag er hægt að prenta út eyðublað hér af heimasíðunni (sjá hér), fylla út og skila inn til kirkjuvarðarins. Ekki er tekið á móti skráningarviðhengjum í tölvupósti fyrir 1. júní, en heimilt er að senda þær rafrænt eftir þann tíma. Á undanförnum árum hefur okkur tekist að koma til móts við óskir allra foreldra fermingarbarna um fermingardag, og eigum von á því að svo verði áfram.
Fermingardagar vorið 2015 verða:
- 12. apríl kl. 11: (Sæmundarskóli)
- 19. apríl kl. 11: (Ingunnarskóli)
- 26. apríl kl. 11: (Dalskóli og börn úr ING / SÆ)
- 10. maí kl. 11: (Allir skólar)
- 24. maí kl. 11, Hvítasunnudagur: (Allir skólar).
Það er reynsla okkar að stærstu fermingarnar séu þær fyrstu. Einnig er hægt að ferma við almenna messu um sumarið, og er þá dagsetning fermingar ákveðin í samráði við sóknarprestinn. Þau sem eru frekar að leita að athöfn þar sem er rólegt er þannig bent á 10. maí eða sumarið. Hvítasunnudagur er að verða vinsæll fermingardagur og margir sem kunna að meta að eiga frí daginn eftir og að vera jafnvel komin í sumarfrí í vinnunni.