Þriðjudagskvöldið 28. janúar kemur saman í fyrsta sinn leshópur þar sem skoðaður verður texti Biblíunnar og hvernig við upplifum boðskapinn í daglegu lífi. Á okkar fyrsta fundi veltum við fyrir okkur fyrir okkur spurningum eins og:

  • Er Messías bara þessi einstaklingur sem var upp fyrir réttum tvö þúsund árum?
  • Hver/hvað er Guð?
  • Hvað er átt við með meyfæðingunni og “getinn af heilögum anda”? Hvernig þróast frásögn NT af getnaðinum?
  • Hvað er átt við með „Jesús lifir“? Hvernig lifir hann?
  • Hvort er mikilvægara, að falla fram fyrir Kristi eða fylgja hinum sögulega Jesú? Fer þetta alltaf saman?  Hæfa mismunandi áherslur ólíkum aldarhætti?

Við skoðum meyfæðinguna og annað sem á okkur brennur og okkur dettur í hug um trú og tilvist með hliðsjón af frásögninni í guðspjalli Lúkasar, og hefjum lesturinn á fyrsta og öðrum kapítula.Við verðum í Guðríðarkirkju í Grafarholti og byrjum kl. 19.30. Þórir Jóhannsson leiðir hópinn og nýtur halds og trausts sr. Sigríðar Guðmarsdóttur. Eitthvað verður gluggað í John Shelby Spong og fleiri höfunda sem hafa velt fyrir sér tengslum hins sögulega Krists og Krists hins krossfesta.  Ekki væri verra að kippa einni Biblíu með.

messiah