Enn höldum við notalega Kyrrðarstund – A Moment Of Peace – í Guðríðarkirkju í Grafarholti á Valentínusardaginn 14. febrúar. Stundin hefst kl. 20 og lýkur kl. 23. Danski listamaðurinn Kim Björn eða Dreamhub kemur sérstaklega til landsins til að spila við þessa stund í Guðríðarkirkju. Hann hefur heimsótt okkur tvisvar áður og það er alltaf jafn frábært.
Við hvetjum alla til þess að koma og hugleiða, biðja, slaka á og hafa það eins notalegt og fólk vill. Takið með ykkur sængur, kodda, púða, hugleiðslustóla, bangsa og hvað eina sem lætur ykkur líða vel Bjóðið líka öllum vinum ykkar og við hvetjum ykkur til þess að setja like á síðuna okkar á Facebook þannig að þið náið að fylgjast með þannig