Félagsstarfið fer vel af stað á nýju ári og hækkandi sól. Nú verður boðið upp á þrjá daga í mánuði, í fyrstu, annarri og þriðju hverri viku í stað tveggja áður. Á morgun, miðvikudaginn 8. janúar byrjar starfið með helgistund kl. 13:10, að venju verður lesið úr Íslandsklukkunni, fjöldasöngur undir stjórn Margrétar Sigurðardóttur og síðan mun sr. Sigríður Guðmarsdóttir flytja erindi um Guðríði Þorbjarnardóttur og ferðir hennar. Lovísa kirkjuvörður verður með sitt góða kaffi og meðlæti fyrir kr. 500,- Umsjón er í höndum Sigurbjargar Þorgrímsdóttur.
45_20_26_prev_956797