Það styttist í jólin og andi jólanna svífur yfir félagsstarfinu. Byrjað er á helgistund kl. 13:10, Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona flytur nokkur jólalög og Ómar Ragnarsson les síðan upp úr nýútkominni bók sinni „Sagan öll, Manga með svartan vanga“. Lovísa kirkjuvörður verður með heitt jólakakó, kaffi og meðlæti á kr. 500,-. Hlökkum til að sjá ykkur. Umsjón: Sigurbjörg Þorgrímsdóttir felagsstarf@grafarholt.is

jólatré