Hópur fólks úr félagsstarfi fullorðinna í Guðríðarkirkju hefur verið mjög duglegur að taka þátt í prjónaverkefninu „prjónað fyrir sýrlensku börnin“. Allir áhugasamir um þetta verkefni geta tekið þátt, með því að prjóna og/eða gefa ullarband. Afraksturinn verður síðan sendur til góðgerðarsamtaka í Tyrklandi sem koma prjónavörunum áleiðis til barnanna. Myndir sem tengjast prjónaverkefninu má sjá hér á Flickr síðu kirkjunnar. Upplýsingar hjá Sigurbjörgu á netfanginu: felagsstarf@grafarholt.is