Námskeið verður haldið í aðferð Kyrrðarbænarinnar (Centering Prayer) í Guðríðarkirkju, laugardaginn 16. nóvember kl. 10:00-15:30.
Kyrrðarbænin er eitt einfaldasta form hugleiðslubænar sem um getur og öll geta lært það og stundað. Kyrrðarbænin er ákveðin aðferð en um leið bæn sem snýst um að gefast Guði, handan orða, hugsana og tilfinninga, handan alls sem við getum ímyndað okkur. Opna hug og hjarta til þess að vera vakandi fyrir því sem er, án þess að tjá það með orðum.
Þátttökugjald á námskeiðið er kr. 3.000,-.
Umsjón er í höndum sr. Báru Friðriksdóttur og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, djáknakandidats. Upplýsingar og skráning á netfanginu sigurth@simnet.is

podcast_graphic