Kæru vinir
Minni ykkur á Kyrrðarbæna-stundina í dag 14. nóvember kl. 17:30-18:30.
„Hið andlega svið liggur ekki í augum uppi, við þurfum að aðhafast eitthvað til að verða okkur meðvituð um það. Það er það svið veru okkar sem gerir okkur mannlegust. Þau gildi sem þar er að finna eru mun dásamlegri en þau sem fljóta á yfirborði hugans. Við þurfum að endurnærast á þessu djúpstæða sviði sérhvern dag. Á sama hátt og við þörfnumst líkamsræktar, fæðu, svefns og hvíldar þurfum við á því að halda að eiga stundir innri kyrrðar því ekkert endurnærir okkur eins vel og það.“ (Vakandi hugur, vökult hjarta eftir Thomas Keating).
Hlakka til að sjá ykkur,
Kær kveðja,
Sigurbjörg