Næsta kyrrðarkvöldstund vetrarins verður 8. nóvember n.k. frá 20-23. Í þetta skiptið ætlar snillingurinn Friðrik Karlsson að spila fyrir okkur dásamlega hugleiðslu- og bænagjörðartónlist. Allir eru velkomnir af öllum trúarbrögðum og engum og það kostar ekki krónu inn.
Friðrik mun hafa til sölu einhverja geisladiska í forsal kirkjunnar og mögulega verður hann með USB-lykla sem innihalda nokkra diska hver.
Látið orðið endilega berast og eigum saman notalega stund í kyrrð og friði í þessari fallegu kirkju við þessa dásemdartóna. Munið eftir að taka með ykkur dýnur, sængur, kodda, teppi, púða, hugleiðslustóla, bangsa eða hvað það er sem kann að láta ykkur líða vel…
Kyrrðarstund í Guðríðarkirkju/Moment of Peace á síðu á facebook sem upplagt er að tengjast við til að fá upplýsingar um aðrar kyrrðarstund vetrarins þegar þær berast, sjá hér.