Á Allra heilagra messu loga kertaljósin í myrkrinu í minningu ástvina okkar og hetja kirkjunnar. Þann dag, 3. nóvember eru tvær messur í Guðríðarkirkju:
Kl. 11: Fjölskyldumessa. „Haustlauf og hrekkjavaka“. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Ester Ólafsdóttir, skólakór Ingunnarskóla syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur. Látinna minnst.
Kl. 17: Messa og kertaljós í minningu látinna. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Ester Ólafsdóttir, einsöngvari og forsöngvari Ólafía Lárusdóttir. Léttir kvöldsálmar sungnir í náttmyrkrinu. Látinna verður minnst í messunni og beðið fyrir þeim sem syrgja. Eftir messuna verður gengið í Liljugarðinn og kveikt á kertum í minningu látinna.
Allra heilagra messa er haldin fyrsta sunnudag í nóvember. Hún byggir á langri hefð og tengir saman tvo kirkjulega minningardaga, Allra heilagra messu (1. nóv) og Allra sálna messu (2. nóv.). Þeirri fyrrnefndu var ætlað að minnast þeirra sem hafa látið lífið fyrir Guð og náungann, eða unnið henni gagn á eftirtektarverðan hátt, en hin síðarnefnda var til að minnast allra þeirra sem látin eru. Í íslensku þjóðkirkjunni kallast þessi tvö minni á, við minnumst allra þeirra í sögunni sem greitt hafa kirkjunni veg og einnig allra þeirra sem eru dáin og okkur þótti vænt um. Við hvetjum öll þau sem misst hafa ástvini til að fjölmenna til messu á þessum degi og að hafa með sér útikerti til messu.