Barnakór Guðríðarkirkju
Barnakór Guðríðarkirkju tekur til starfa á ný eftir sumarfrí og verða fyrstu kóræfingarnar þriðjudaginn 10. september.
Æfingar verða sem hér segir:
Guðríðarkirkja: Þriðjudagur
Klukkan 14.30 – 15.0 1.-2. bekkur (allir skólar)
Klukkan 15.00 – 16.00: 3.-6 bekkur (Ingunnarskólabörn og Dalskólabörn
Sæmundarskóli: Miðvikudagur
Klukkan 14.30 – 15.30: 3.-6. bekkur (Sæmundarskólabörn)
Í Barnakór Guðríðarkirkju er sungin tónlist af ýmsum toga, veraldleg og trúarleg, en markmiðið með starfinu er að efla söng barnanna, tónlistarþekkingu, nótnalestur og raddbeitingu. Kórstjóri er Margrét Sigurðardóttir.
Allir eru velkomnir í kórinn án tillits til trúfélagsaðildar. Nauðsynlegt er að skrá börnin í kórinn og skráningarblaðið má nálgast með því að smella á þennan hlekk: Barnakór Guðríðarkirkju – Upplýsingar og skráning (1)