Hinsegin útvarpsmessa verður í Guðríðarkirkju kl. 11:00, 11. ágúst 2013 á 11. sunnudag eftir þrenningarhátíð. Sálmarnir eru flestir með regnboga og réttlætisþema í tilefni dagsins og prédikunin fjallar um aðstæður hinsegin fólks. Prestur er séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, Kristjana Helgadóttir spilar á þverflautu, meðhjálpari Aðalsteinn Dalmann Októsson, lesarar Reynir Baldursson og Davíð Þór Guðmundsson.
Á myndinni má sjá sóknarprestinn í Gleðigöngunni 2013, ljósmyndari Karen Ósk