17. maí er alþjóðlegur baráttudagur gegn hómófóbíu og transfóbíu. Þar er þeirra minnst sem líða vegna andúðar fólks á kynhneigð þess, kynferði og kyngervi, óréttlætinu mótmælt og beðið fyrir betri tíð. Þann dag verður helgistund í Guðríðarkirkju kl. 20:15. Stundin er tækifæri til að lofa lífið og Guð sem gefur okkur kynjaða líkama í öllum sínum tilbrigðum. Prestur er séra Sigríður Guðmarsdóttir og samkirkjulegi bænahópurinn Hinsegin í Kristi sem hefur aðsetur í Guðríðarkirkju hefur umsjá með stundinni ásamt henni.
Homophibia