Að venju var dýrablessun í Guðríðarkirkju á sumardaginn fyrsta. Við byrjuðum í Liljugarði, en það var svo kalt að við færðum okkur með dýrin yfir í kirkjuna. Öll dýrin hegðuðu sér mjög vel og voru greinilega mjög ánægð með að fá að koma í kirkjuna.
Þau sem hlutu blessun að þessu sinni voru kanínurnar Mollý (eigandi Baldur Blær), Kalli og Blúnda (eigandi Emma Lind), labradorarnir Irpa (eigandi Kara), Tinni (eigendur Dagur Steinn og Jökull), Bjössi (eigendur Rafn, Eiður og Bríet), dvergschnauzerinn Rambó (eigandi Emma Lind), tuskukanínan Peningakanínan (eigandi Tómas) og bangsarnir Nína og Sonja (eigandi Embla). Einnig var beðið fyrir hömstrunum Anastasíu Ósk og Stússí Ósk, chihuahua hundunum Penna og Pílu, kettinum Lady, hundunum Nala og Tara og tveimur hundum sem eru dánir, þeir Tinna og Negra.
Guðríðarkirkja þakkar dýrum og eigendum þeirra kærlega fyrir komuna. Mikið eigum við gott að til eru dýr sem elska okkur mannfólkið og eru okkur góð.