Fermingardagar 2014 liggja nú fyrir og verður fermt á pálmasunnudag, um gleðidagana og á hvítasunnunni.
- Pálmasunnudagur 13. apríl 2014 (börn úr Ingunnarskóla)
- 1. su e páska 27. apríl 2014 (börn úr Sæmundarskóla)
- 2. su e. páska 4. maí 2014 (báðir skólar)
- 3. su e. páska 11. maí 2014 (báðir skólar)
- Hvítasunnudagur 8. júní 2014 (báðir skólar)
Allar fermingar eru kl. 11.
Opnað var fyrir skráningar í fermingarfræðsluna í vor og gefst foreldrum kostur á að velja dag við skráningu. Yfirleitt hefur tekist að verða við öllum óskum, en þó er stefnt að því að ekki séu mikið fleiri en 20 börn fermd við hverja athöfn. Fermingarfræðslan hefst í september og verður kynnt nánar þegar líður að hausti.
Skráningarblaðið má nálgast hér: Skráningarblað í fermingarfræðslu og Facebook hóp fermingarstarfanna má finna hér: