Kyrrðarbæn með áherslu á fyrirgefningu og altarissakramenti
Því miður falla niður kyrrðardagar í Skáholti 7. – 10. mars af óviðráðanlegum ástæðum.
Þess í stað verður boðið upp á kyrrðardag í Guðríðarkirkju 9. mars kl. 08:00 – 16:30. Farið verður í sama efni þ.e.a.s. leiðsögn og iðkun í hinni kristnu íhugunarbæn „Kyrrðarbæn“ (Centering Prayer) með áherslu/fræðslu á fyrirgefningu og altarissakramenti.
Verð kr. 5.000,- fyrir fæði og námskeiðsgögn.
Umsjón er í höndum sr. Elínborgar Gísladóttur og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, djáknakandídats
Upplýsingar og skráning er í síma 861-0361 eða á netfangi sigurth@simnet.is.
Verið hjartanlega velkomin á kyrrðardag í Guðríðarkirkju 9. mars n.k.