Samkomustund í Guðríðarkirkju miðvikudagskvöldið 5. desember kl. 20, en stundin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi, sem Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, UN Women og fleiri samtök standa fyrir.
Fram kemur Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla, sem mun ræða um rétt barna á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi, þátttöku í vændi og í klámi.Einnig mun Ragna Björg Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi kynna verkefni sitt, en hún vinnur á vegum Barnaverndarstofu með börnum sem hafa orðið vitni af ofbeldi og átökum inni á heimilum sínum.
Samkomustjóri er Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Guðríðarkirkju og Bryndís Valbjarnardóttir prestina sér um stundina með Sigríði.
Að erindum loknum verður boðið upp á kakó og smákökur í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem gestum gefst kostur á að ræða við þátttakendur samkomunnar.