„Við kveikjum einu kerti á“ Guðsþjónusta og barnastarf í Guðríðarkirkju fyrsta sunnudag í aðventu 2 des. kl 11. Fyrsta altarisganga fermingarbarna í Sæmundarskóla og fermingarbörnin sjá um almenna kirkjubæn. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir og Kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Guðmundar Brynjólfssonar djákna og Ægis Arnars Sveinssonar djáknaefnis. Meðhjálpari Aðalsteinn D. Októsson. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir.