18. nóvember n.k. mun frú Agnes Sigurðardóttir vígja Guðmund Brynjólfsson til djáknaembættis við Guðríðarkirkju í Dómkirkjunni. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver er vígður til embættis í Grafarholtssókn, því að séra Sigríður var löngu vígð þegar hún tók við embætti sóknarprests árið 2004. Prests- og djáknavígslur eru gleðilegir atburðir í lífi safnaðar. Þess vegna eru íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals hvattir til að taka daginn strax frá og fjölmenna síðan niður í Dómkirkju 18. nóvember til að verða vitni að vígslu og biðja fyrir starfi hins nýja djákna.
Myndin sýnir Guðmund verðandi djákna og Karl V. Matthíasson á bryggjunni í Vatnaskógi í fermingarferð Ingunnarskóla árið 2012. Það fer vel að sýna bátamynd þegar Guðmundur er í þann veginn að leggja á djáknadjúpið.