Við erum að vinna mjög falleg og krefandi verk í vetur og það er alveg nauðsynlegt að fá fleiri með okkur.

Signý Sæmundsdóttir, söngkona kemur á næstu dögum og kennir kórfólki betri raddbeitingu og öndun. Ekki missa af því.

Eftir áramót förum við síðan í æfingarbúðir, væntanlega í Sólheima í Grímnesi. Endilega kíkið á æfingu og athugið hvað við erum að gera. Upplýsingar gefur Hrönn Helgadóttir kórstjóri á netfangið hronnhelga@simnet.is eða í síma 695-2703.