Sunnudagaskólinn hófst með pompi og pragt á sunnudaginn síðasta. Allir krakkar fengu litla fjársjóðskistu til að safna í póstkortunum með biblíusögunum okkar í vetur.
Guðspjallssagan á sunnudaginn er um 10 menn sem Jesús læknaði og einn þeirra kom aftur til að segja takk! Segjum við nógu oft takk fyrir það sem við njótum og eigum? Séra Sigríður sér um stundina. Velkomin í takk-sunnudagaskóla á sunnudaginn! Takk fyrir!!!!