Mikið stuð hefur verið síðust vetur á prjónakaffinu í Guðríðarkirkju Síðasta vetur sáu Hulda Fríða og Ása Hildur um það og ælta að halda því áfram í vetur.
Nú verðum við fyrsta þriðjudagskvöld í hverjum mánuði yfir veturinn. Fyrst 4. sept. kl. 19.00 til 22.00.
Í boði er hlýlegt andrúmsloft til að prjóna og spjalla og skiftast á hugmyndum. Hægt verður að fá kaffisopa og verður baukur til að leggja í fyrir kaffinu ágóðinn fer í söfnun fyrir nýju orgeli í kirkjuna.
Stundum fáum við einhverja til að vera með kynningar fyrir okkur. Það verður þá auglýst hér inni og einnig má senda okkur skilaboð um áhugaverða aðila til að koma og heimsækja okkur við skoðum það þá.
Tilgangurinn með þessu er að hafa það kósý saman og njóta þessa að dunda við handverk með öðrum.