Í gær 15. nóvember gengu 51 fermingarbarn í Grafarholti í hús í hverfinu og söfnuðu peningum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Um 3000 fermingarbörn taka þátt í verkefninu á landsvísu og safna fyrir fyrir brunnum og bættu neysluvatni í Afríku. Krakkarnir hafa líka hlotið fræðslu um mikilvægi hreins vatns og að við berum ábyrgð á náunga okkar, þótt hún/hann búi í fjarlægu landi. Lesa má nánar um söfnunina á heimasíðu Hjálparstarfsins: www.help.is og í hinni fróðlegu grein Bjarna Gíslasonar á trú.is:
Söfnunin hjá okkur heppnaðist einstaklega vel. Alls söfnuðu krakkarnir kr. 205.566 þúsund sem ætti að nægja fyrir einum og hálfum brunni! Unglingar í Breytendum hjálpuðu til við að koma krökkunum af stað og séra Karl og Aðalsteinn meðhjálpari stóðu vaktina sem og séra Petrína. Takk fermingarbörn fyrir frábæran árangur og takk fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal fyrir gjafmildi ykkar!