„Ger þú oss Kristur/Guðs sonur góði/greinar á þínu lífsins tré.“ Fjölskyldumessa kl. 11. Guðríðarkirkja heldur Græna daginn hátíðlegan ár hvert fyrsta sunnudag í október með fjölskyldumessu helgaða umhverfismálum. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að árið 2011 skyldi verða ár skóga og Græni dagurinn þetta árið tengist þess vegna trjám og skógum heimsins og bænir dagsins tengjast vínviðnum og tré lífsins. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, barnakór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur, meðhjálpari Aðalsteinn Dalmann Októsson og kirkjuvörður Jón Brynjar Birgisson.
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]