Íhugun og leshópur laugardaginn 3. september, kl. 9-12 í Guðríðarkirkju, Grafarholti

Þá er komið að fyrstu lestrarstund vetrarins 2011 – 2012.

Eftir bænastund kl. 10:00 verður Sr. Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur með fróðlegt erindi um

 dulúð Hildigerðar frá Bingen (Hildegard Von Bingen).

Ef tími vinnst til þá höldum við áfram með bókina okkar „Open Mind, Open Heart“ eftir Thomas Keating. Ítreka enn og aftur að ekki er nauðsynlegt að eiga bókina eða kunna ensku til að vera með. Alltaf skapast frjóar og góðar umræður sem allir geta hlustað á og/eða tekið þátt í. Lesturinn fer fram á íslensku.

Allir

sem áhuga hafa á því að kynna sér ofangreint efni eru hjartanlega velkomnir.

Þrír valmöguleikar:

                                     

Kl. 9:00-10:00     Centering prayer í 2×20 mín. með gönguíhugun á milli.

Byrjað stundvíslega kl. 9:05.

Kl. 9:00-12:00     Centering prayer í 2×20 mín. með gönguíhugun á milli og leshópur

Kl. 10:00-12:00  Leshópur

Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, leiðbeinandi í kristinni íhugun (Centering prayer) í síma 861-0361 eða á netfangi:

sigurth@simnet.is

Með kærri kveðju,

Sigurbjörg