Skírdagur
Fermingarmessa kl. 11. Fermd verða börn úr Sæmundarskóla. Prestar séra Sigríður Guðmarsdóttir og séra Karl Valgarður Matthíasson. Kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur.
Föstudagurinn langi
Passíusálmalestur kl. 10-14. Lesarar úr söfnuðinum lesa lestrana. Ekki er gert hlé á milli lestra. Fólk getur komið og hlustað á alla lestrana frá upphafi til enda eða komið og farið að vild. Gott er að hafa með sér bókina, en nokkur eintök liggja einnig frammi við kirkjudyr.
Páskadagur
Hátíðarmessa kl. 8 árdegis. Prestar séra Sigríður Guðmarsdóttir og séra Karl Valgarður Matthíasson, kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur. Sungin verður klassísk messa, þar sem prestur syngur hinn forna páskasöng Exultet og kveikt verður á páskakertinu í fyrsta sinn, altarisganga. Vígður verður nýr páskakertastjaki sem söfnuðurinum hefur verið gefinn. Drukkið verður kirkjukaffi á eftir og borðuð páskaegg og sagðir brandarar.
Hátíðarfjölskyldumessa kl. 11 er páskastund allrar fjölskyldunnar með miklu fjöri og auðvitað páskaegg á eftir. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir og organisti er Hrönn Helgadóttir.
Annar í páskum
Kl. 11 er síðan þriðja hátíðarpáskamessan fyrir öll þau sem ekki komust til kirkju á páskadag og við messuna verða tvö börn úr Ingunnarskóla fermd. Altarisganga. Prestur er séra Sigríður Guðmarsdóttir og kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur.