Námskeiðs tíma hefur verið breytt, stendur frá 9:20 – 10:10

 

Krílasálmar í Guðríðarkirkju

Tónlistarnámskeið fyrir foreldra og ungabörn 0-1 árs

 

Námskeiðið er skemmtileg upplifun þar sem söngur, tónlist, dans og hljóðfærasláttur er notað til að auka tengsl við ungabörn og örva þannig þroska þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að tónlist hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska barna.

 

Í kennslunni eru einkum notaðir sálmar og tónlist kirkjunnar en einnig þekktar vísur, hrynleikir og þulur.

 

Námskeiðið fer fram í Guðríðarkirkju, á mánudagsmorgnum 11.apríl til og með 23.maí.  Hver stund hefst klukkan 9:20 og stendur í um 50 mínútur. Námskeiðsgjald er krónur 4000 fyrir sex skipti. Umsjón hefur Berglind Björgúlfsdóttir söngkona og barnakórstjóri.

 

Skráning í síma 577 7770 eða með því að senda tölvupóst á

 

 

 

barnakor@gmail.com.                                               www.grafarholt.is