Útimessur í júlí og ágústbyrjun á Nónholti og Sæmundarseli
http://www.facebook.com/home.php?#!/event.php?eid=110118152371790&ref=mf
Um næstu helgi 18. júlí er komið að árlegri sameiginlegri messu nágrannasóknanna þriggja, Árbæjar, Grafarholts og Grafarvogs. Messan er haldin á Nónholti innst í Grafarvoginum enda Nónholtið á mörkum sóknanna þriggja. Nónholt er fallegur skógarlundur stutt frá sjúkrahúsinu Vogi. Hægt er að keyra langleiðina upp að lundinum eftir malarveginum hjá Vogi en einnig verður farin pílagrímsferð úr kirkjunum þremur í lundinn. Lagt verður af stað frá Guðríðarkirkju kl. 10:15 fyrir þau sem vilja ganga til kirkju og gengið meðfram golfvelli. Sjá nánar á meðfylgjandi korti frá ja.is merkt A. Séra Sigríður og séra Karl þjóna og kór Guðríðarkirkju sér um forsönginn. Sungnir verða léttir og skemmtilegir sálmar, söfnuðir mætast og almættið lofað í sköpunarverkinu miðju. Og svo verður eitthvað í svanginn líka. Um verslunarmannahelgina verður Ólafsmessu síðan fagnað með stuttri skógarmessu í Sæmundarseli 1. ágúst kl. 11. Sæmundarsel er fallegt skógarrjóður við Reynisvatn þar sem Sæmundarskóli er með útikennslustofuna sína. Upplagt er að fjölskyldan komi saman í rjóðrinu, því að ekki fara allir úr bænum um Verslunarmannahelgi og Guð er alls staðar. Lagt verður af stað kl. 10:15 frá Guðríðarkirkju og lesnir lestrar á leiðinni. Þau sem koma á bíl geta lagt við Reynisvatnið (sjá kort). Kirkjukaffi eftir messu.