Kór Akraneskirkju í Guðríðarkirkju
Kór Akraneskirkju heldur tónleika í Guðríðarkirkju, fimmtudaginn 8. apríl nk. kl. 20:30.
Þar mun kórinn syngja fallega sálmadagskrá sem byggist að mestu upp á frábærum útsetningum Gunnars Gunnarssonar organista Laugarneskirkju.
Gunnar leikur á píanó með kórnum og Tómas R. Einarsson spilar á kontrabassa.
Einsöng með kórnum syngur Kirstín Erna Blöndal og stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson