Á nýju ári byrjum við Hamingju-hádegi með hlátrum. Hláturjóga hefst kl. 12:10 og á eftir bjóðum við öllum upp á kaffi og kleinur. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Hamingju-hádegið hefur gengið vonum framar. Í haust og fram til jóla höfum við fengið yfir 700 gesti á tónleika og í hláturjóga. Hugmyndin er að koma smá reglu á tónleikana. Hér eftir verða tónleikar fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Þeir verða auglýstir í fréttablaði kirkjunnar og hér á heimasíðunni.
Við leitum einnig eftir einstaklingum eða félagasamtökum sem vilja styrkja Hamingju-hádegið. Upplýsingar veitir Davíð Ólafsson í síma 897 1533
Gleðilegt ár.