Tónlistarnámskeið fyrir ungabörn 0-1árs. Á námskeiðinu er leitast við að kenna foreldrum hvernig nota má söng og tónlist til aukinna tegsla og örvunar við börn þeirra en rannsóknir hafa sýnt að tónlist hefur góða áhrif á tilfinninga-og hreyfiþroska barna. Í kennslunni er einkum notast við sálma og tónlist kirkjunnar en einnig þekktar vísur,hrynleikir og þulur.

Námskeiðið fer fram á föstudagsmorgnum 15.janúar til og með 19.ferbrúar.Hver stund hefst kl.10:10 og stendur í um klukkutíma Leiðbeinandi er Berglind Björgúlfsdóttir söngkona og kórstjóri. s.6607661 eða hjá kirkjuverði s.5777770. Námskeiðsgjald er krónur 4000 fyrir sex skipti.

ALLIR VELKOMNIR.