Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs bendum við ykkur á fjölbreytt helgihald nú um hátíðirnar í Guðríðarkirkju.

Aðfangadagur  

Helgistund barnanna kl. 16. Þá er kjörið tækifæri að stytta börnunum oft óbærilega bið með því að eiga rólega stund í kirkjunni. Umsjónarmenn eru Árni Þorlákur og Björn Tómas.
Aftansöngur kl. 18. Prestur Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Organisti Ester Ólafsdóttir, Kristjana Helgadóttir leikur einleik á flautu, kór Guðríðarkirkju syngur og Trausti Gunnarsson syngur einsöng. Elísa Elíasdóttir og Esra Elíasson leika undir á fiðlu og selló.
Hátíðamessa kl. 23. Prestur sr. Karl V. Matthíasson. Bjarni Arason söngvarinn góðkunni syngur einsöng.

Jóladagur 

Hátíðarmessa kl. 14. Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Organisti Ester Ólafsdóttir, kór Guðríðarkirkju syngur og Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur einsöng.

27. desember

Messa sun. milli jóla og nýárs. kl. 11. Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Organisti Ester Ólafsdóttir, kór Guðríðarkirkju syngur.

Gamlársdagur

Helgistund kl. 18 Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Organisti Ester Ólafsdóttir, kór Guðríðarkirkju syngur.