Krakkarnir í Grafarholti óska eftir leiðtoga! Starf æskulýðsfulltrúa við Guðríðarkirkju er laust til umsóknar frá og með 15. ágúst. Starfið er fjórðungsstarf á ársgrundvelli og felst í því að undirbúa og sjá um sunnudagaskóla kirkjunnar 2-3 í mánuði, taka þátt í fjölskyldumessu einu sinni í mánuði, svo og að hafa viðveru í kirkjunni og sjá um frístundastarf fyrir sex ára börn í samvinnu við frístundaheimili einn virkan dag í viku. Góð aðstaða og tölva fylgir. Æskulýðsfulltrúi á eina fríhelgi í mánuði. Óskað er eftir söngvinnum og glöðum starfsmanni með uppeldis- og eða guðfræðimenntun á háskólastigi, sem hefur reynslu af starfi með börnum og unglingum, góða þekkingu á kristnum trúararfi og getur verið börnum í Grafarholti góð fyrirmynd. Kostur væri ef viðkomandi spilaði á hljóðfæri en ekki skilyrði. Upplýsingar gefur presturinn sr. Sigríður Guðmarsdóttir í síma 577 7770 og á netfangið sigridur@grafarholt.is.

Sá sem stöðuna hlýtur samþykkir með umsókn sinni að sóknarprestur megi afla upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við 10. grein Æskulýðslaga nr.70/2007 sem kveða á um að þau sem starfi í launuðum og ólaunuðum störfum með börnum og unglingum megi ekki hafa hlotið dóma fyrir kynferðisbrot, eða dóma vegna vímuefna á síðustu fimm árum. Umsóknarfrestur rennur út 26. júlí.