Jónasarvaka
Þar sem háir hólar
Miðvikudaginn 15. apríl kl. 15.00 verður flutt dagskrá í Guðríðarkirkju sem hefur hlotið nafnið Jónasarvaka
Á dagskránni munu listamennirnir Stefán Helgi Stefánsson tenor og Davíð Ólafsson bassi flytja einsöngs- og tvísöngslög við undirleik Helga Hannessonar píanóleikara
Ljóðin tengjast öll Jónasi Hallgrímssyni
Þá flytja 8 konur ljóð sem birtust í ljóðabókinni Í sumardal og kom út 16. nóv. 2007 þegar 200 ár voru frá fæðingu skáldsins
Þórður Helgason dósent við Kennaraháskóla Íslands flytur stutt æviágrip Jónasar og stjórnar dagskránni
Bókin Í sumardal hefur verið endurútgefin og verður til sölu við þetta tækifæri á kr. 1000.-
Jónasarhópurinn