GÁTTIN OPNAR Í GUÐRÍÐARKIRKJU
Merkilegir Miðvikudagar-
Miðvikudaginn 18. mars tekur Gáttin til starfa. Allir þeir er standa frammi fyrir tímabundnu atvinnuleysi í kjölfar efnahagsástandsins eru velkomnir í Gáttina. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem miðar að því að skapa sér tækifæri til framtíðar. Verkefnið er styrkt af Forvarnar- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar. Til okkar koma færustu fyrirlesarar á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Tilgangur Gáttarinnar er að efla og virkja alla til dáða og góðra verka. Á öllum tímum leynast tækifæri. Okkar verkefni er að finna þau saman.
Dagskráin samanstendur af fróðleik og fjöri.
18. mars Kynningarfundur
25. mars Fyrirlestur: „Að setja saman góða ferilskrá,“ Gylfi Dalmann Aðalsteinsson vinnumarkaðsfræðingur
1. apríl Ferilskrá; Vinnufundur
8. apríl Fjölskyldustund – félagsvist
15. apríl Fyrirlestur: „Hugsun sigurvegarans; hvernig má nýta sér íþróttasálfræði á praktískan hátt?“
22. apríl Umræðufundur við upphaf sumars.
Fundirnir fara fram í Guðríðarkirkju miðvikudaga kl 12.30. Boðið
er upp á léttan hádegisverð og kaffi.
Umsjónarmenn Gáttarinnar eru Jón Ingi Hákonarson leikari og
MBA nemi við Háskólann í Reykjavík og Laufey Brá Jónsdóttir
leikkona og Masters nemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands.