Kirkjukórinn óskar eftir nýju fólki í allar raddir. Fjölbreytt dagskrá framundan af bæði andlegum og veraldlegum lögum. Æfingar eru í Guðríðarkirkju á þriðjudagskvöldum kl. 19:30-21:30.
Kirkjukórinn óskar eftir nýju fólki í allar raddir. Fjölbreytt dagskrá framundan af bæði andlegum og veraldlegum lögum. Æfingar eru í Guðríðarkirkju á þriðjudagskvöldum.
Við erum t.d. að byrja að æfa glæsileg verk eins og „Laudate Dominum“ eftir Mozart sem er fyrir einsöngvara og kór ásamt hljóðfærum. Það að kunna að lesa nótur er ekki skilyrði.
Æfingar eru á þriðjudagskvöldum kl. 19.30 – 21.30 í Guðríðarkirkju. Þú þarft bara að mæta og það verður tekið vel á móti þér.
Allar upplýsingar veitir Hrönn Helgadóttir kórstjóri í síma 6952703 eða í tölvupósti: hronn (hjá) grafarholt.is.
Láttu sjá þig!